Efling og jafnrétti

Það vekur furðu mína að sumir og þá þeir helst sem sitja við stjórnvölinn og telja sig ábyrga og vita allt, geta sett hluti í samhengi og reiknað út að samfélaginu sé hætta búin ef verst launaði hópur manna á vinnumarkaði fengi launahækkun. Launahækkun sem vissulega væri há í prósentum talið en ekkert sérstök í krónutölu.

Hvernig má það vera að rök séu sett fram til að styðja við þá fullyrðingu að laun félagsmann Eflingar séu til þess fallin að setja samfélagið á hliðina.  Við erum að tala um laun sem allir viðurkenna að ekki er hægt að lifa á sómasamlegu lífi, við erum að tala um launþega sem sem eru ekki í neinum hlaupastörfum, við erum að tala um fólk sem sinnir einhverju því mikilvægasta í samfélaginu s.s.... uppeldi barna okkar ....umönnun aldraðra... þrifum á öllum þeim úrgangi sem til fellur hjá okkur daglega. 

Ég fullyrði að þessi barátta er ekki einungis launabarátta, að stærstum hluta til er þetta spurning um jafna stöðu, jafnrétti.

Þegar stöður eru veittar og nefndarsætum er deilt þá rísa gjarnan upp hópar sem telja óhæfuverk á ferð, ekki sé jafnt á milli karla og kvenna.   Digrar greinar  eru skrifaðar þar sem inntakið er ójafnrétti, kynjahalli.   Kærur eru gefnar út og bætur borgaðar (stundum).  Allt er þetta gott og blessað og mjög oft augljóslega rétt. 

Við hlustum á jafnréttisspjall ráðandi aðila (t.d. stjórnenda borgar) sem gera sig gáfulega í framan og eiga ekki nægjanlega sterk orð til að lýsa því hvað jafnrétti og jöfn dreifing tækifæra sé þeirra fararskjóti.

Hvers vegna stígur þetta fólk ekki fram, nú þegar verst launaða fólkið (að mestum hluta konur) er að berjast fyrir bættum kjörum.   Hér er tækifærið til að styðja við jafnréttisbaráttu, vera ærlegur og viðurkenna (í verki) mikilvægi þess að við öll sem samfélag viljum ekki líta út eins og afdankað bananalýðveldi þar sem margfalda má lægstu laun með 10 eða 20 til að ná í þau hæstu.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband