Hjónabönd og önnur bönd

Það hefur lengið legið fyrir að sambúðaraðilar hafi ekki sama rétt og giftir einstaklingur þegar kemur að leiðarlokum í lífinu sjálfu.   Þetta hefur undirritaður oft rætt við gesti og gangandi en minna á opinberum vettvangi.

Réttindi hvers og eins eru eins og þau eru samin og samþykkt á Alþingi, hvorki meiri né minni. Lög eru víst samin þannig að þau samræmist stjórnarskrá og í raun ekki neinu öðru.  Lög eru í eðli sínu leiðsögn okkar um refilstigu samfélagsins, leiða okkur í gegnum daginn og stuðla að átakaminni samskiptum.   Hver veit í flestu hver hans réttur er og hvað er leyfilegt.   Uppeldið færir hverjum og einum það sem er utan laga og kallast siðferði.   Lög og siðferði móta öll samskipti.  Lög verða að vera þess eðlis að hægt sé að trúa á þau, finna skynsemi í þeim og tilgang.  

Hjónaband er staðfesting á því að tveir aðilar ætla að deila lífi sínu saman í blíðu og stríðu.  Algengast hefur verið að kirkjan eða trúfélög helgi þetta samband.  Nokkuð stór hópur sækir til sýslumanns og fær staðfestingu á að hjónaríið öðlist lagalegt og siðferðilegt gildi.  Oft heyrist að einstaklingar sem búa saman en eru ekki giftir lifi í synd og margir furða sig á þannig fyrirkomulagi telja það ófullkomið samband. 

IMG_2519Sambúð er næsti bær við að vera giftur.   Fólk í sambúð hefur væntanlega nokkuð svipaða sýn á samband sitt og gift fólk, lögin hafa það ekki.  Giftingin færir aðilum betri og meiri réttindi en sambúðaraðilum a.m.k. gagnvart sumum hlutum.  

Það sem ég skrifa hér þekki ég mætavel og rætt við fjölmarga bæði lærða og leika,  jafnvel vel lærða og og háttsetta aðila.

Ég vil halda því fram að sambúð og gifting eigi að færa báðum hópum sömu lagalegu réttindi. 

Eins og áður sagði þá tel ég að  fólk í sambúð og gift fólk hafi mjög svipaða sýn á samband sitt ef ekki bara þá sömu.    Semsagt að stofna heimili og reka það undir ríkjandi gildum samfélagsins,  vinna saman að markmiðinu, deila ábyrgð, gleði og sorgum í sameiningu.  Hvers vegna þarf þetta ritúal annað tveggja hjá presti eða sýslumanni?  Hvers vegna má ekki gefa út einfalda yfirlýsingu um að sambúð sé fyrirhuguð og þar með sé málið dautt og allir með sama lagalega bakgrunn og réttindi.

Mér hefur verið tjáð að giftingin sé athöfn sem skapi minningar, marki tímamót.  Gott og vel.  Ég lít þannig til að um leið og búskapur hefst þá hafi orðið samkomulag um framhaldið, það þurfi ekki neinn utanað til að staðfesta það.   Þeir sem vilja gifta sig í sínum trúarsöfnuði geri það og sömuleiðis þeir sem vilja sýslumanninn frekar.   Við hin ættum líka að hafa rétt til jafnræðis á við aðra og tilkynna ætlan okkar í sambúðarmálum.   Tilkynning á skattaframtali, eða til þjóðskrár í símtali eða bréfi þar sem upplýst er um fyrirhugaða sambúð muni tryggja öll réttindi sem um gifta einstaklinga væri að ræða.

Hvaða vit er í því að einstaklingar sem hafa búið saman í áratugi, átta sama lögheimili allan þann tíma, talið fram til skatts öll þessi ár,  eignast saman börn njóti ekki sömu réttinda og giftir þegar að leiðarlokum kemur?

Ræði ekki í þessu spjalli ráðið sem flestir gefa,  ráð sem felst í því að drífa sig til sýslumanns ef kirkjan nægir ekki.  Þetta er nefnilega ekki spurning um það!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband