Færsluflokkur: Kjaramál
Niðurstaða kosningar endurspeglar áralanga óánægju kennara með kjör sín. Kennaraforustan í gegnum samninganefnd hefur látið allt bitastætt sem við höfðum frá okkur fyrir lítið sem ekki neitt. Á sama tíma hefur kennarastéttinni verið ætlað að halda úti þjónustu í skóla án aðgreiningar án þess að rekstraraðilar hafi sýnt því nokkurn skilning hvað í því felst. Það er a.m.k. þannig hjá Reykjavíkurborg að kennurum eru settar meiri og harðari reglur um viðveru heldur en nokkru sinni. Kennari sem sinnir sínu starfi af alúð leggur alla orku sína og tíma í starfann. Oftar en ekki þá gengur vinnan vel inn á frítímann og sjaldan á það sér stað að kennari skilji starfið eftir á þröskuldi vinnustaðarins þegar dagsverkinu er lokið - starfið fylgir honum heim.
Samningsaðilar vildu ekki lengra, þeim var ekki þokað! Svo var sagt þegar samningar voru útskýrðir, er það eðlilegt að samninganefnd kennara láti þá staðar numið og telji málið gott með hliðsjón af einhverju sem enginn veit hvað er. Er það frekar þannig að sveitafélögin hvorki geti né vilji reka grunnskólann sómasamlega? Er það virkilega svo að sveitafélögin treysti endalaust á fórnarlund kennarans og haldi áfram að mála Skólavörðustíginn í regnbogalitunum.
Grunnskólakennarar felldu kjarasamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | 9.6.2016 | 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar