Sömu laun

Held að ljósfeður fengju sömu laun og ljósmæður.  Höfum fordæmið m.a. í kennarastétt, þar er hópur karla sem er á jafn slæmum launum og konurnar.  Málið snýst vitaskuld um samfélagslega sýn á mikilvægi starfa.  Lítum til upphafstíma verkalýðsbaráttu þegar kjör lástétta voru skorin við nögl, gilti þar einu hvort um karla eða konur var að ræða. Baráttan var og er alltaf barátta við fjármagnseigendur, það eru þeir sem stjórna samfélaginu og setja mál á dagskrá sem þeim þóknast.  Klisjur um sambærileg laun svo hæfir aðilar fáist til starfa eru boðorð þeirra sem fjármagninu stjórna og útdeila krónum til eigin nota.  Meir að segja eru til þingmenn sem láta það út úr sér að laun þeirra verði að vera há svo hæft fólk fáist til starfans.  Hvað mundi vekakonan eða maðurinn segja um þannig fullyrðingar?  Hygg að 500000 kr eða hærra mundi teljast ágætis laun í augum þess ágæta fólks. Laun ljósmæðra og sambærilegra vinnandi stétta munu ekki breytast fyrr en við stöndum í alvöru upp í hárinu á fjármagnseigendum.


mbl.is Dagurinn engin tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband